Svipur Hatara á útleið en óvíst hvað kemur í staðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 17:33 Hatari æfði á sviðinu og sat svo fyrir svörum í gær. Mynd/Eurovison Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný. Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný.
Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45