Lífið

Matthías fær silfrið

Samúel Karl Ólason skrifar
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara hljómsveitarinnar Hatara, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem þetta árið fer fram í Tel Aviv, fær silfurmedalíu í keppni sem hann sannarlega skráði sig ekki í.
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara hljómsveitarinnar Hatara, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem þetta árið fer fram í Tel Aviv, fær silfurmedalíu í keppni sem hann sannarlega skráði sig ekki í. Andreas Putting/EBU
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara hljómsveitarinnar Hatara, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem þetta árið fer fram í Tel Aviv, fær silfurmedalíu í keppni sem hann sannarlega skráði sig ekki í.

Álitsgjafar hjá Eurovisionmiðlinum Good Evening Europe setja Matthías nefnilega í annað sæti yfir heitustu karlkyns keppendur Eurovision í ár en gefa honum tíu stig að hætti stigagjafar keppninnar. Tólf stig eru veitt Joci Papai sem flytur framlag Ungverja í ár.

Þegar álitsgjafarnir gera grein fyrir niðurstöðu sinni segir að Íslendingarnir hafi fengið mikla athygli nú í aðdraganda keppninnar sem sé verðskulduð.

„Matthías umlykur lögulegan líkama sinn leðri, predikar mannréttindi og öskrar úr sér lungun á sviðinu og við kunnum vel að meta það. Hann skoraði Netanyahu í glímu rétt áður en hann fór til Tel Aviv og hann virðist elska að vera á ystu nöf.“

Þess má til gamans geta að Matthías þykir ekki eingöngu myndarlegur og góður söngvari því honum er margt til lista lagt. Hann er útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og hefur undanfarið starfað sem fréttamaður Ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir

Eins og ABBA nema marxískari

Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara í hljómsveitinni Hatara, nuddaði axlirnar á Klemens Hannigan á meðan þeir svöruðu spurningum blaðamanns í tengslum við Eurovisiontónleika sem þeir komu fram á í Amsterdam í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×