Lífið

Eins og ABBA nema marxískari

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara í hljómsveitinni Hatara, nuddaði axlirnar á Klemens Hannigan á meðan þeir svöruðu spurningum blaðamanns í tengslum við Eurovisiontónleika sem þeir komu fram á í Amsterdam í gær.
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara í hljómsveitinni Hatara, nuddaði axlirnar á Klemens Hannigan á meðan þeir svöruðu spurningum blaðamanns í tengslum við Eurovisiontónleika sem þeir komu fram á í Amsterdam í gær.
Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara í hljómsveitinni Hatara, nuddaði axlirnar á Klemens Hannigan á meðan þeir svöruðu spurningum blaðamanns í tengslum við Eurovisiontónleika sem þeir komu fram á í Amsterdam í gær.

Ástæðan fyrir nuddinu segir Klemens vera þá að hann sé svo stífur í öxlunum vegna þrotlausrar vinnu sem hann hefur innt af hendi við að reyna að kremja kapítalismann.

„Það hefur verið mikil spenna. Það er ekki auðvelt verk að vinna að því að binda endi á kapítalisma svo að Matthías hefur einbeitt sér að því að nudda á mér axlirnar á hverjum degi í fimm til tíu mínútur á tveggja klukkutíma fresti.“

Þeir hafi viljað fá nuddara með í ferðina en hefðu ekki fengið sínu fram.

„Ég er söngvari og nuddari eins og sakir standa,“ sagði Matthías sem nuddaði félaga sinn samviskusamlega í dágóðan tíma.

Í viðtalinu tók það Matthías og Klemens tæpa mínútu að reyna að ná fanga tónlistarstíl Hatara. Eftir að hafa fleygt fram orðum á borð við hámenning, andkapítalismi, sviðslistir, BDSM og fleira hitti Klemens naglann á höfuðið þegar hann sagði:

„Ef ABBA hefðu verið marxískari“.

Matthías og Klemens tróðu upp á tónleikum í Amsterdam í gær við mikinn fögnuð tónleikagesta sem sungu með „Hatrið mun sigra“ á bjagaðri íslensku.


Tengdar fréttir

Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur

FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×