Lífið

Óborganleg viðbrögð Eurovision spekinga við fyrstu hlustun á Hatara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumir mjög hrifnir, aðrir ekki.
Sumir mjög hrifnir, aðrir ekki.

Mörg þúsund Eurovision-spekingar eru til á YouTube og birtast reglulega myndbönd frá þeim um lögin sem taka þátt í keppninni á ári hverju.

Hatrið mun sigra verður framlag Íslands í keppninni í Tel Aviv og flytur sveitin Hatari lagið á fyrra undankvöldinu 14. maí.

Það má með sanni segja að framlag okkar Íslendinga komi erlendum spekingum á óvart og eru margir hverjir mjög hrifnir og aðrir ekki eins hrifnir.

Flestallir eru sammála um að tónlistarlega séð sé lagið gott. Það er söngurinn sem fer fyrir brjóstið á sumum.

Hér að neðan má sjá viðbrögð nokkurra Eurovision-sérfræðinga.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.