Lífið

Óborganleg viðbrögð Eurovision spekinga við fyrstu hlustun á Hatara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumir mjög hrifnir, aðrir ekki.
Sumir mjög hrifnir, aðrir ekki.
Mörg þúsund Eurovision-spekingar eru til á YouTube og birtast reglulega myndbönd frá þeim um lögin sem taka þátt í keppninni á ári hverju.

Hatrið mun sigra verður framlag Íslands í keppninni í Tel Aviv og flytur sveitin Hatari lagið á fyrra undankvöldinu 14. maí.

Það má með sanni segja að framlag okkar Íslendinga komi erlendum spekingum á óvart og eru margir hverjir mjög hrifnir og aðrir ekki eins hrifnir.

Flestallir eru sammála um að tónlistarlega séð sé lagið gott. Það er söngurinn sem fer fyrir brjóstið á sumum.

Hér að neðan má sjá viðbrögð nokkurra Eurovision-sérfræðinga.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×