Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 21:39 Jeff Bezos og geimfarið Blue Moon. AP/Patrick Semansky Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun. Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun.
Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira