Kanadískur raðmorðingi var búinn að króa næsta fórnarlamb af þegar lögreglan birtist Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2019 23:39 Hinn 67 ára gamli Bruce McArthur hefur játað á sig átta morð. Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur var búinn að króa næsta fórnarlamb sitt af þegar lögreglan handtók hann í janúar í fyrra. Þetta kom fram við réttarhöld yfir hinum 67 ára gamla McArthur í dag.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því sem fór fram í réttarsalnum en þar er verið að ákveða hversu þunga refsingu McArthur mun hljóta. Í síðustu viku játaði hann að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017. Saksóknarinn varaði viðstadda við því að sönnunargögn málsins væru svo óhugnanleg að þau gætu haft áhrif á andlega heilsu þeirra. „Þið þurfið að spyrja ykkur hvort þið þurfið að vera hér,“ sagði saksóknarinn Michael Cantlon við viðstadda en réttarsalurinn var þéttsetinn af fólk sem vildi vera viðstatt réttarhöldin. Birtar voru ljósmyndir sem fundust í tölvu McArthurs en hann hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Hann hafði brugðið á það ráð að notast við límband til að halda augum eins líksins opnum og hafði sett vindla í munn sumra þeirra. McArthur hafði rakað hár og skegg fórnarlamba sinna eftir að hafa kyrkt þau og geymdi hárið í pokum í skúr nærri kirkjugarði í Toronto.Fyrsta vísbendingin fannst sumarið 2017 Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Kinsman var með færslu í dagbók sinni sem var merkt „Bruce“ og dagsett 26. júní 2017, daginn sem hann hvarf. Myndband úr öryggismyndavél sýndi þegar Andrew Kinsman fór í bíl sem var rakinn til McArthur haustið 2017. Lögreglan fylgdist náið með McArthur í nokkra mánuði eftir að hafa komist að þessu og gerði húsleit í íbúð hans án hans vitneskju. Fjölskylda og vinir Kinsman mættu fyrir dóminn og sögðu frá því hvaða áhrif þetta hefði haft á líf þeirra. „Við leituðum að Andrew í hálft ár. Við vissum að hann væri dáinn, en við héldum áfram að leita. Hann er dáinn út af þessum manni. Við segjum ekki nafn hans,“ sagði systir Andrew í réttarsalnum. Vinur hans, Adrian Betts, sagðist vera reiður út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki séð hvaða mann McArthur hafði að geyma. McArthur hafði þekkt Kinsman og Skandaraj Navaratnam í nokkur ár áður en hann myrti þá. „Ég hélt að ég væri góður mannþekkjari, en ég sá ekki úlfinn í sauðagærunni,“ sagði Betts. Létu til skara skríða þegar maður fór inn í íbúð hans Lögreglan ákvað að handtaka McArthur þegar hún var farin að óttast að hann væri kominn með annað mögulegt fórnarlamb í íbúð sína. Sá maður var kvæntur og aðeins nefndur „John“ við réttarhöldin en hann passaði inn í mynstur þeirra manna sem McArthur herjaði á. Hann hafði komið til Kanada fimm árum áður frá Miðausturlöndunum og fjölskylda hans vissi ekki að hann væri samkynhneigður. Við réttarhöldin var farið yfir smáskilaboð á milli John og McArthur en þar kom fram að þeir kynntust á stefnumótaforriti fyrir samkynhneigða og höfðu komist að samkomulagi um að halda sambandi þeirra leyndu. Í janúar í fyrra fór John í íbúð McArthur sem tjáði John að hann vildi prófa eitthvað nýtt og dró fram handjárn. Hann handjárnaði John við rúmstokkinn og setti poka yfir andlit hans. Við réttarhöldin kom fram að engin göt voru á pokunum. Þegar John reyndi að fjarlægja pokann reyndi McArthur að setja límband yfir munn hans. Það var um það leyti sem lögreglan mætti á vettvang. Þegar lögreglan fór yfir íbúð McArthurs fann hún USB-kubb sem geymdi níu möppur sem nefndar voru eftir fórnarlömbum hans, en síðasta mappan var merkt „John“. Sú mappa innihélt myndir af John sem voru sóttar sama dag og hann myrti Kinsman.Hafði verið yfirheyrður áður Á vef BBC er tímalína glæpa hans rakin en þar kemur fram að hann var fundinn sekur af því að berja fyrrverandi elskhuga sinn með járnröri í höfuðið. Árið 2014, eftir að hafa þegar myrt þrjá einstaklinga, var fallist á beiðni hans um að glæpaferill hans kæmi ekki upp við leit lögreglu. Árið 2013 var hann yfirheyrður eftir að Skandaraj Navaratnam, Abdul Fiazi og Majeed Kayhan höfðu allir horfið. Leit lögreglan á McArthur sem vitni vegna málsins en hann hafði verið vinur Skandaraj Navaratman í nokkur ár. Tveimur vikum eftir að hafa verið yfirheyrður af lögreglu keypti hann sér nýjan sendiferðabíl. Árið 2016 var hann yfirheyrður af lögreglu í þriðja sinn eftir að hafa reynt að kyrkja vin sinn í sendiferðabílnum. Hann hafði boðið honum í sendiferðabílinn til að stunda kynlíf og bað hann um að leggjast á loðkápu. Fórnarlambið veitti því athygli að McArthur hafði klætt bílinn að innan með plasti. McArthur reyndi að kyrkja hann en fórnarlambið slapp eftir að hafa öskrað á McArthur: „Hvað viltu mér? Hvers vegna?“ Hann tilkynnti málið til lögreglu sem yfirheyrði McArthur en lögregla taldi frásögn McArthur trúverðuga þrátt fyrir að hann hefði átt sér sögu um ofbeldi. Dómarinn mun kveða upp refsingu McArthur á miðvikudag. 25 ára óskilorðsbundin fangelsisvist, eða lífstíðardómur, liggur við því að myrða mann í Kanada. Dómarinn sagði að það eina sem ætti eftir að ákveða væri hvort McArthur ætti að afplána átta lífstíðardóma í röð eða samhliða. Hvernig sem fer mun hann í fyrsta lagi losna úr fangelsi 91 árs gamall. Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kanadíski raðmorðinginn Bruce McArthur var búinn að króa næsta fórnarlamb sitt af þegar lögreglan handtók hann í janúar í fyrra. Þetta kom fram við réttarhöld yfir hinum 67 ára gamla McArthur í dag.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því sem fór fram í réttarsalnum en þar er verið að ákveða hversu þunga refsingu McArthur mun hljóta. Í síðustu viku játaði hann að hafa myrt átta einstaklinga á árunum 2010 til 2017. Saksóknarinn varaði viðstadda við því að sönnunargögn málsins væru svo óhugnanleg að þau gætu haft áhrif á andlega heilsu þeirra. „Þið þurfið að spyrja ykkur hvort þið þurfið að vera hér,“ sagði saksóknarinn Michael Cantlon við viðstadda en réttarsalurinn var þéttsetinn af fólk sem vildi vera viðstatt réttarhöldin. Birtar voru ljósmyndir sem fundust í tölvu McArthurs en hann hafði tekið myndir af nöktum líkum fórnarlamba sinna. Hann hafði brugðið á það ráð að notast við límband til að halda augum eins líksins opnum og hafði sett vindla í munn sumra þeirra. McArthur hafði rakað hár og skegg fórnarlamba sinna eftir að hafa kyrkt þau og geymdi hárið í pokum í skúr nærri kirkjugarði í Toronto.Fyrsta vísbendingin fannst sumarið 2017 Lögreglan hafði leitað raðmorðingjans lengi en fyrsta vísbendingin sem leiddi til handtöku McArthurs kom þegar hann myrti Andrew Kinsman sumarið 2017. Kinsman var með færslu í dagbók sinni sem var merkt „Bruce“ og dagsett 26. júní 2017, daginn sem hann hvarf. Myndband úr öryggismyndavél sýndi þegar Andrew Kinsman fór í bíl sem var rakinn til McArthur haustið 2017. Lögreglan fylgdist náið með McArthur í nokkra mánuði eftir að hafa komist að þessu og gerði húsleit í íbúð hans án hans vitneskju. Fjölskylda og vinir Kinsman mættu fyrir dóminn og sögðu frá því hvaða áhrif þetta hefði haft á líf þeirra. „Við leituðum að Andrew í hálft ár. Við vissum að hann væri dáinn, en við héldum áfram að leita. Hann er dáinn út af þessum manni. Við segjum ekki nafn hans,“ sagði systir Andrew í réttarsalnum. Vinur hans, Adrian Betts, sagðist vera reiður út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki séð hvaða mann McArthur hafði að geyma. McArthur hafði þekkt Kinsman og Skandaraj Navaratnam í nokkur ár áður en hann myrti þá. „Ég hélt að ég væri góður mannþekkjari, en ég sá ekki úlfinn í sauðagærunni,“ sagði Betts. Létu til skara skríða þegar maður fór inn í íbúð hans Lögreglan ákvað að handtaka McArthur þegar hún var farin að óttast að hann væri kominn með annað mögulegt fórnarlamb í íbúð sína. Sá maður var kvæntur og aðeins nefndur „John“ við réttarhöldin en hann passaði inn í mynstur þeirra manna sem McArthur herjaði á. Hann hafði komið til Kanada fimm árum áður frá Miðausturlöndunum og fjölskylda hans vissi ekki að hann væri samkynhneigður. Við réttarhöldin var farið yfir smáskilaboð á milli John og McArthur en þar kom fram að þeir kynntust á stefnumótaforriti fyrir samkynhneigða og höfðu komist að samkomulagi um að halda sambandi þeirra leyndu. Í janúar í fyrra fór John í íbúð McArthur sem tjáði John að hann vildi prófa eitthvað nýtt og dró fram handjárn. Hann handjárnaði John við rúmstokkinn og setti poka yfir andlit hans. Við réttarhöldin kom fram að engin göt voru á pokunum. Þegar John reyndi að fjarlægja pokann reyndi McArthur að setja límband yfir munn hans. Það var um það leyti sem lögreglan mætti á vettvang. Þegar lögreglan fór yfir íbúð McArthurs fann hún USB-kubb sem geymdi níu möppur sem nefndar voru eftir fórnarlömbum hans, en síðasta mappan var merkt „John“. Sú mappa innihélt myndir af John sem voru sóttar sama dag og hann myrti Kinsman.Hafði verið yfirheyrður áður Á vef BBC er tímalína glæpa hans rakin en þar kemur fram að hann var fundinn sekur af því að berja fyrrverandi elskhuga sinn með járnröri í höfuðið. Árið 2014, eftir að hafa þegar myrt þrjá einstaklinga, var fallist á beiðni hans um að glæpaferill hans kæmi ekki upp við leit lögreglu. Árið 2013 var hann yfirheyrður eftir að Skandaraj Navaratnam, Abdul Fiazi og Majeed Kayhan höfðu allir horfið. Leit lögreglan á McArthur sem vitni vegna málsins en hann hafði verið vinur Skandaraj Navaratman í nokkur ár. Tveimur vikum eftir að hafa verið yfirheyrður af lögreglu keypti hann sér nýjan sendiferðabíl. Árið 2016 var hann yfirheyrður af lögreglu í þriðja sinn eftir að hafa reynt að kyrkja vin sinn í sendiferðabílnum. Hann hafði boðið honum í sendiferðabílinn til að stunda kynlíf og bað hann um að leggjast á loðkápu. Fórnarlambið veitti því athygli að McArthur hafði klætt bílinn að innan með plasti. McArthur reyndi að kyrkja hann en fórnarlambið slapp eftir að hafa öskrað á McArthur: „Hvað viltu mér? Hvers vegna?“ Hann tilkynnti málið til lögreglu sem yfirheyrði McArthur en lögregla taldi frásögn McArthur trúverðuga þrátt fyrir að hann hefði átt sér sögu um ofbeldi. Dómarinn mun kveða upp refsingu McArthur á miðvikudag. 25 ára óskilorðsbundin fangelsisvist, eða lífstíðardómur, liggur við því að myrða mann í Kanada. Dómarinn sagði að það eina sem ætti eftir að ákveða væri hvort McArthur ætti að afplána átta lífstíðardóma í röð eða samhliða. Hvernig sem fer mun hann í fyrsta lagi losna úr fangelsi 91 árs gamall.
Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19
Játaði átta morð í Kanada Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð Bruce McArthur í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. 29. janúar 2019 15:54
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent