Fótbolti

Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór náði ekki að skora fyrir CSKA í dag
Arnór náði ekki að skora fyrir CSKA í dag vísir/getty

Íslendingalið CSKA Moskvu gerði jafntefli við Lokomotiv Moskvu í borgarslag í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði CSKA.

Það voru heimamenn í Lokomotiv sem byrjuðu leikinn betur en Benedikt Howedes kom þeim yfir á þrettándu mínútu leiksins.

Fedor Chalov jafnaði hins vegar fyrir gestina áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik náði hvorugt liðið að setja mark í leikinn og því endaði leikurinn 1-1.

Lokomotiv er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, sex stigum á eftir toppliði Zenit. CSKA er í fjórða sætinu með 41 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.