Innlent

Þrír handteknir grunaðir um eignaspjöll

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki fylgir sögunni hvað það var sem umræddir einstaklingar spjölluðu.
Ekki fylgir sögunni hvað það var sem umræddir einstaklingar spjölluðu. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í hverfi 105 í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti í gær. Þeir eru grunaðir um eignaspjöll en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvers eðlis brot þeirra eru.

Þá var tilkynnt um tvö innbrot í fyrirtæki í Hafnarfirði annars vegar og Kópavogi hins vegar í gærkvöldi og í nótt. Ekki fengust frekari upplýsingar um málin í dagbók lögreglu.

Lögregla stöðvaði nokkra ökumenn vegan gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn ökumaðurinn, sem stöðvaður var á þriðja tímanum í nótt í miðbænum, var undir áhrifum beggja og er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.