Fótbolti

Mbappe með þrennu er PSG fagnaði titlinum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mbappe var með sýningu í kvöld
Mbappe var með sýningu í kvöld vísir/getty

PSG fagnaði franska meistaratitlinum með stæl þegar liðið lagði Mónakó að velli á heimavelli sínum í París í kvöld.

Það varð ljóst fyrr í dag að Paris Saint-Germain var Frakklandsmeistari án þess að leikmenn PSG hefðu reimað á sig skóna. Markalaust jafntefli Lille og Toulouse tryggði PSG titilinn sama hvað myndi gerast í kvöld.

Nýkrýndir meistarar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og þá sérstaklega hinn ungi Kylian Mbappe sem skoraði þrennu í leiknum.

Mbappe heldur áfram að sýna það og sanna að hann er einn besti framherji heims. Það tók hann aðeins korter að koma marki í leikinn í París.

Á 38. mínútu bæti hann öðru marki sínu við og í upphafi seinni hálfleiks kom það þriðja og þrennan fullkomnuð.

Eftir það var leikurinn í raun úti. Gestirnir frá Mónakó náðu í sárabótamark á 80. mínútu en það kom of seint til þess að ná upp neinni endurkomu og lauk leiknum 3-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.