Fótbolti

„Benzema er besta nía í heimi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karim Benzema
Karim Benzema vísir/getty

Zinedine Zidane sagði Karim Benzema vera bestu níu í heimi eftir að franski framherjinn skoraði þrennu í sigri Real Madrid á Athletic Bilbao í gær.

Benzema hefur skorað síðustu átta deildarmörk Real Madrid og er með þrjátíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

„Að mínu mati er Karim besta nía í heimi. Það eru samt margir góðir leikmenn og öðrum finnst kannski einhver annar bestur,“ sagði Zidane.

„Það sem hann hefur gert hér síðasta áratuginn skiptir gríðarlega miklu máli. Mörkin hans eru mjög tilkomumikil og ég er mjög glaður fyrir hans hönd.“

„Hann er með sjálfstraust og reynir alltaf að bæta sig.“

Zidane snéri aftur sem knattspyrnustjóri Real í síðasta mánuði og er liðið í þriðja sæti La Liga deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.