Erlent

Fimm látnir í jarðskjálfta á Filippseyjum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eins og sjá má var eyðileggingin af völdum skjálftans mikil.
Eins og sjá má var eyðileggingin af völdum skjálftans mikil. Bullit Marquez/AP

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6.1 reið yfir eyjuna Luzon á Filippseyjum í morgun.

Clark-alþjóðaflugvöllurinn, sem staðesttur er á eyjunni, hlaut skaða við skjálftann auk þess sem tvær byggingar hrundu til grunna. Yfirvöld á svæðinu telja að enn sé fólk fast í annarri byggingunni, sem staðsett er í bænum Porac.Búið er að bjarga 20 manns úr húsarústum og færa til aðhlynningar á spítala, samkvæmt BBC.

Finna mátti fyrir áhrifum skjálftans í höfuðborg Filippseyja, Manila, og sjá mátti skýjaklúfa vagga til og frá. Borgin er tæpa 80 kílómetra frá upptökum skjálftans.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.