Erlent

Fimm látnir í jarðskjálfta á Filippseyjum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eins og sjá má var eyðileggingin af völdum skjálftans mikil.
Eins og sjá má var eyðileggingin af völdum skjálftans mikil. Bullit Marquez/AP
Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 6.1 reið yfir eyjuna Luzon á Filippseyjum í morgun.Clark-alþjóðaflugvöllurinn, sem staðesttur er á eyjunni, hlaut skaða við skjálftann auk þess sem tvær byggingar hrundu til grunna. Yfirvöld á svæðinu telja að enn sé fólk fast í annarri byggingunni, sem staðsett er í bænum Porac.Búið er að bjarga 20 manns úr húsarústum og færa til aðhlynningar á spítala, samkvæmt BBC.Finna mátti fyrir áhrifum skjálftans í höfuðborg Filippseyja, Manila, og sjá mátti skýjaklúfa vagga til og frá. Borgin er tæpa 80 kílómetra frá upptökum skjálftans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.