Innlent

Embætti landlæknis flýr mygluna og flytur á Rauðarárstíg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alma D. Möller, landlæknir.
Alma D. Möller, landlæknir. Aðsend
Landlæknisembættið flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda. Skrifstofa embættisins verður lokuð mánudaginn 29. apríl vegna flutninganna en til stendur að opna á nýjum stað klukkan tíu þriðjudaginn 30. apríl.

Rauðarárstígur 10.Landlæknir
Um er að ræða tímabundið húsnæði fyrir starfsemina en þann þann 5. apríl sl. auglýsti Framkvæmdasýsla ríkisins eftir framtíðarhúsnæði fyrir embættið og varð Rauðárstígur 10 fyrir valinu. Geislavarnir ríkisins, Lucky Records plötubúðin og Persónuvernd eru öll með starfsemi í húsinu.Landlæknisembættið hefur deilt við eiganda hússins við Barónstíg um orsök mygluskemmda. Þorsteinn Steingrímsson, eigandi hússins, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrr í mánuðinum að skemmdirnar mætti rekja til vanrækslu Landlæknisembættisins. Alma Möller Landlæknir þvertók fyrir þetta. Þriðjungur starfsfólks hefði fundið fyrir einkennum myglu.Heilsuverndarstöðin við Barónstíg er eitt þekktasta hús Einars Sveinssonar, fyrrverandi húsameistara Reykjavíkur. Húsið er friðað en það var vígt 2. mars 1957 eftir að hafa verið sjö ár í byggingu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.