Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

Einnig er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur, aðjúnkt í lögreglufræðum, sem segir þekkingu á hatursglæpum skorta innan lögreglunnar. Hatursglæpir á Íslandi séu ekki rétt skráðir og lítil tölfræði til um þá. Í gær bárust fréttir af unglingahóp sem níddist á ungum manni af erlendu bergi brotnu en að sögn Eyrúnar er erfitt að fá tölfræði um hve oft slík atvik gerast.

Fjallað verður um hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag og rætt við utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem er staddur hér á landi, um ályktanir ráðamanna á Sri Lanka að árásin hafi verið svar við árásunum í Christchurch.

Einnig verða aðstæður sela í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kannaðar. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×