Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands.

Einnig er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur, aðjúnkt í lögreglufræðum, sem segir þekkingu á hatursglæpum skorta innan lögreglunnar. Hatursglæpir á Íslandi séu ekki rétt skráðir og lítil tölfræði til um þá. Í gær bárust fréttir af unglingahóp sem níddist á ungum manni af erlendu bergi brotnu en að sögn Eyrúnar er erfitt að fá tölfræði um hve oft slík atvik gerast.

Fjallað verður um hryðjuverkaárásirnar á Sri Lanka á páskadag og rætt við utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem er staddur hér á landi, um ályktanir ráðamanna á Sri Lanka að árásin hafi verið svar við árásunum í Christchurch.

Einnig verða aðstæður sela í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kannaðar. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.