Fótbolti

Barcelona einu skrefi nær titlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar fagna í kvöld.
Börsungar fagna í kvöld. vísir/getty

Barcelona er einu skrefi nær spænska meistaratitlinum eftir 2-0 sigur á Deportivo Alaves á útivelli í kvöld.

Lionel Messi var geymdur á bekknum fyrstu 60 mínútru leiksins sem og fleiri fastamenn í liði Börsunga sem eru í stífri dagskrá þessa daganna.

Fyrsta mark leiksins kom úr nokkuð óvæntri átt en það skoraði Carles Alena á 54. mínútu. Þessi tvítugi miðjumaður er uppalinn hjá Börsungum.

Síðara markið kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu en það gerði Úrúgvæinn Luis Suarez. Lokatölur 2-0.

Barcelona er á toppi deildarinnar með tólf stiga forskot en tapi Atletico Madrid á morgun gegn Valencia hefur Barcelona unnið titilinn annað tímabilið í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.