Fótbolti

Verður fyrsta konan sem dæmir í frönsku karladeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frappart dæmir á sínu þriðja stórmóti í sumar.
Frappart dæmir á sínu þriðja stórmóti í sumar. vísir/getty

Stéphaine Frappart verður fyrsta konan til að dæma leik í úrvalsdeild karla í Frakklandi um helgina. Hún dæmir þá leik Amiens og Strasbourg.

Frappart dæmir á HM kvenna í Frakklandi í sumar og í yfirlýsingu frá franska knattspyrnusambandinu kemur fram að hún hafi verið sett á leikinn um helgina til að hjálpa henni við undirbúninginn fyrir HM.

Frappart er önnur konan sem dæmir leik í fimm sterkustu karladeildum Evrópu.

Bibiana Steinhaus varð sú fyrsta þegar hún dæmdi leik Herthu Berlin og Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.

Frappart, sem er 35 ára, varð fyrsta konan til að dæma leik í frönsku B-deildinni 2014.

Hún dæmdi á HM 2015 og EM 2017. Á síðarnefnda mótinu dæmdi hún m.a. leik Hollands og Englands í undanúrslitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.