Andlát: Jensína Andrésdóttir Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:44 Jensína Andrésdóttir fæddist 10. nóvember árið 1909, fyrir rúmum 109 árum. Vísir Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára. Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára.
Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45