Innlent

Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd.

Jensína Andrésdóttir fæddist 10. nóvember árið 1909, fyrir 109 árum. Hún ólst upp á Þórisstöðum í Þorskafirði ásamt fimmtán systkinum. Þegar hún var tvítug lærði hún að vera saumakona en þurfti að hætta í námi sökum veikinda, þá snéri hún sér að þjónustustörfum.

„Hún vann aðallega við þjónustustörf þegar hún gat. Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ segja Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu.

Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel.

„Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ segja Sigurdís og Lydía.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.