Fótbolti

Lewandowski skaut Bayern í bikarúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski og Muller fagna.
Lewandowski og Muller fagna. vísir/getty

Bayern Munchen eru komnir í bikarúrslit í Þýskalandi og mæta þar RB Leipzig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Werder Bremen í kvöld.

Leikið var í Bremen en Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 36. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik og á 63. mínútu tvöfaldaði Thomas Muller forystuna.

Yuya Osako minnkaði muninn fyrir Bremen á 74. mínútu og mínútu síðar var stðaðan orðinn jöfn eftir að Milot Rashica jafnaði.

Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en Lewandowski skoraði þá af vítapunktinum og skaut Bayern í bikarúrslitin.

RB Leipzig bíður Bayern í bikarúrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.