Fótbolti

Svartfellingum refsað vegna rasisma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
vísir/getty

Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur sektað knattspyrnusamband Svartfjallalands um 20 þúsund evrur og fyrirskipað að engum áhorfendum verði hleypt inn á næsta heimaleik landsliðsins í undankeppni EM.

Kemur þessi úrskurður í kjölfarið á kynþáttafordómum frá áhorfendum í leik Svartfjallalands og Englands í mars þar sem England vann öruggan 1-5 sigur.

Raheem Sterling, Danny Rose og Callum Hudson-Odoi voru meðal leikmanna sem urðu fyrir barðinu á áhorfendum þar sem reglulega heyrðust apahljóð úr stúkunni.

Það verða því engir áhorfendur á leik Svartfjallalands og Kosóvó þann 7.júní næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.