Ærumeiðingar verði ekki lengur refsiverðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 09:05 Fangelsisrefsingar liggja við ærumeiðingum í núgildandi hegningarlögum. Því vill dómsmálaráðherra breyta. Vísir/Vilhelm Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta. Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta.
Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira