Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 15:35 Konan var handtekin að morgni 10. nóvember. FBL/GVA Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34