Myndavélakerfi þurfi í fiskiskip til að koma í veg fyrir brottkast Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 18:45 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Vísir/Baldur Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira