Innlent

Erfitt að fara úr svörtu hagkerfi

Ari Brynjólfsson skrifar
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga
„Það er ótrúlega erfitt að komast út úr svarta hagkerfinu þegar menn eru komnir inn,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann, ásamt Karli Steinari Valssyni yfirlögregluþjóni, mun ræða um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi frá hagrænu sjónarhorni á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag.

„Á meðan menn sitja inni fá þeir borgað svart frá ríkinu, sem er ekki gott fordæmi. Þegar menn koma út er þeim haldið í skuldafangelsi,“ segir Guðmundur Ingi.

„Svartur peningur er þjóðaríþrótt Íslendinga. Ég myndi áætla að við værum á svipuðum stað og Spánn,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×