Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:40 Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið. Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, greip tvíveigis fram í fyrir Þorsteini Víglundssyni, varaformanni Viðreisnar, sem hélt ræðu í pontu Alþingis undir liðnum „Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum og tengd mál, munnleg skýrsla forsætisráðherra“. Í ræðu sinni viðraði Þorsteinn áhyggjur sínar af of miklu samspili ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga. Þorsteini er það til efs að áður hafi verið samið um kjör við hagfelldari kringumstæður.Aðkoma stjórnvalda liður í ásýndarstjórnmálum „Kaupmáttur er í sögulegu hámarki, atvinnuleysi tiltölulega lágt, efnahagslífið í almennt góðri stöðu þó kólnandi fari. Í sjálfu sér var ekkert þar sem kallaði á svo víðtæka aðkomu stjórnvalda við úrlausn,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta sé liður í hinum svokölluðu „ásýndarstjórnmálum nútímans“ að ríkisstjórnin skyldi stilla sér upp sem eins konar „riddara á hvítum hesti“ við úrlausn kjaradeilna. Það var þá sem Ásmundur Einar fann sig knúinn til að grípa inn í og kallaði „og leyst hana!“ þegar hann gekk fram hjá ræðupúltinu. Þorsteinn svaraði þá um hæl. Að hætti ásýndarstjórnmála hefði ríkisstjórninni tekist að pakka saman stefnumálum sínum sem hún hefði áður sett fram í yfirlýsingu strax í upphafi og síðan lagt fram sem eins konar lausnarspil til að ljúka kjarasamningum. „…sem er svo sem alveg ágætlega vel gert af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar en má spyrja sig, stóð þá aldrei til að efna þau loforð öðruvísi en í tengslum við kjarasamninga?“ sagði Þorsteinn sem bauð Ásmundi upp í pontu ef hann langaði til að fá orðið.
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Lífskjarasamningur kynntur Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðurnar. 2. apríl 2019 18:24 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. apríl 2019 22:33
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18