Innlent

Lífskjarasamningur kynntur

Birgir Olgeirsson skrifar
Ríkisstjórnin mun kynna sínar aðgerðir í ráðherrabústaðnum.
Ríkisstjórnin mun kynna sínar aðgerðir í ráðherrabústaðnum. Vísir/vilhelm
Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins boða til blaðamannafundar klukkan 18:30 í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar verður kynntur lífskjarasamningur aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann.

Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem sýndur er beint á vef Vísis.

Ríkisstjórnin er sögð tilbúin með aðgerðir í tengslum við kjarasamninga sem meðal annars fela í sér skattalækkanir og breytingar á verðtryggingu.

Deiluaðilar hafa fundað stíft síðustu sólarhringa í kjaraviðræðum og ræðst í kvöld hvort samningar verði í höfn í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá dagana.

Uppfært klukkan 18:29:

Blaðamannafundinum hefur verið frestað að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×