Innlent

Fleiri fluttu til landsins en frá því

Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar
Tæplega þrjú þúsund fluttu af landi brott árið 2018.
Tæplega þrjú þúsund fluttu af landi brott árið 2018. Fréttablaðið/Ernir
Á síðasta ári fluttust 6.556 fleiri til Íslands en frá landinu. Það eru nokkuð færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 8.240. Flutningsjöfnuður hefur aldrei verið hærri en síðustu tvö ár en næst þeim koma árin 2006 og 2007 þegar um 5.200 fleiri fluttust til landsins en frá því, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni.

Árið 2018 fluttust 14.275 til landsins, samanborið við 14.929 á árinu 2017, en það er eina árið að frátöldu síðasta ári sem fleiri fluttu til landsins en frá því. Alls fluttust 7.719 manns frá Íslandi árið 2018 samanborið við 6.689 árið 2017. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 6.621 manns. Flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var aftur á móti neikvæður, það er, brottfluttir voru 65 fleiri en aðfluttir.

Af þeim 2.803 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2018, fóru 1.822 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Danmerkur, eða 921, en næstflestir til Svíþjóðar, 505. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum, eða 1.868 af 2.738, flestir frá Danmörku, eða 808. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 1.682 af 4.916. Þaðan komu líka 3.797 á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×