Erlent

Virtu fyrir­mæli her­stjórnarinnar að vettugi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælunum í Súdan.
Frá mótmælunum í Súdan. vísir/getty
Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann.

Herforingjar í landinu steyptu í gær forsetanum og einræðisherranum Omar al-Bashir af stóli eftir mánaðalöng mótmæli íbúa landsins.

Mótmælendur, sem höfðu kallað eftir afsögn al-Bashir sætta sig þó ekki við að herforingjarnir taki völdin í stað hans og segja þá aðeins hluta af sömu klíku og stjórnað hafi landinu í þrjá áratugi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×