Enski boltinn

Hazard: Hudson-Odoi er framtíðin

Dagur Lárusson skrifar
Hazard og Hudson-Odoi
Hazard og Hudson-Odoi vísir/getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, fór fögrum orðum um liðsfélaga sinn Callum Hudson-Odoi í viðtali fyrir leik helgarinnar gegn Liverpool.

 

Hudson-Odoi hefur verið að byrja flesta leiki hjá Chelsea uppá síðkastið en hann var nálægt því að yfirgefa félagið í janúarglugganum. Hazard segir að það hafi verið svo mikilvægt fyrir Chelsea að halda honum.

 

„Hann er framtíð Chelsea og ég er þegar búinn að segja það við hann. Hann er auðvitað ennþá ungur en þegar maður horfir á hann spila er eins og hann hafi yfir 10 ára reynslu.“

 

„Hann er frábær samherji og því er frábært að vinna með honum og hann hefur náð að vinna sér inn byrjunarliðssæti þrátt fyrir að ég, Pedro og Willian séum allir hérna.“

 

Mikið hefur verið rætt um framtíð bæði Hazard og Hudson-Odoi síðustu mánuði en ljóst er að félagið mun vilja halda báðum leikmönnum þar sem það er á leiðinni í félagsskiptabann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×