Enski boltinn

Solskjær: Engin breyting á Pogba

Dagur Lárusson skrifar
Ole og Pogba.
Ole og Pogba. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur neitað því að frammistaða Paul Pogba hafi dvínað eftir að sögusagnir um Real Madrid birtust.

 

Paul Pogba hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid síðustu vikurnar og vilja sumir stuðningsmenn United meina að hann hafi ekki verið að spila jafn vel síðan þá. Ole Gunnar er þó ekki sammála því og segir að hugur Pogba sé 100% hjá United.

 

„Í mínum samtölum við Paul þá hef ég bara fundið fyrir jákvæðni hans og ég sé enga breytingu á okkar samtölum frá því ég kom hingað fyrst.“

 

„Hann er einbeittur að því að standa sig vel og vill alltaf gera sitt besta.“

 

„Eftir 15. mínútur gegn Barcelona þá getum við klárlega talað um góða frammistöðu Scott og Fred, en það var Pogba sem stjórnaði spilinu okkar.“

 

„Hann róaði okkur niður, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Ákefðin minnkaði eftir því sem leið á leikinn en álagið sem var á honum í þessum leik var mjög mikið og mér fannst hann höndla það vel.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×