Forsprakki valdaránsins í Súdan fer frá Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 10:22 Awad Ibn Auf stjórnaði leyniþjónustu hersins í átökunum í Darfúr á sínum tíma. Getty Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. Awad Ibn Auf, sem einnig er titlaður varnarmálaráðherra, tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að hershöfðinginn Abdel Fattah Abdelrahman Burhan tæki við stöðunni. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðustu mánuði og hafa þau haldið áfram þrátt fyrir afsögn al-Bashir. Talsmenn hers landsins hafa sagst munu stjórna landinu næstu tvö árin og muni þá fara fram kosningar í landinu. Leiðtogar mótmælenda hafa hins vegar sagt að þeir muni ekki hætta mótmælum fyrr en borgaraleg stjórn tekur við völdum í landinu. Mótmælin í Súdan hófust í desember eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn al-Bashir sem hafði stýrt landinu í um þrjá áratugi. Í frétt BBC segir að ímynd hins nýja yfirmanns hersins sé nokkuð betri en ímynd Awad Ibn Auf og hafi Burhan nú þegar átt fundi með leiðtogum mótmælenda. Forsetinn fyrrverandi, Omar al-Bashir, hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs, en súdanski herinn hefur sagt að al-Bashir komi ekki til með að verða framseldur. Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. Awad Ibn Auf, sem einnig er titlaður varnarmálaráðherra, tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að hershöfðinginn Abdel Fattah Abdelrahman Burhan tæki við stöðunni. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðustu mánuði og hafa þau haldið áfram þrátt fyrir afsögn al-Bashir. Talsmenn hers landsins hafa sagst munu stjórna landinu næstu tvö árin og muni þá fara fram kosningar í landinu. Leiðtogar mótmælenda hafa hins vegar sagt að þeir muni ekki hætta mótmælum fyrr en borgaraleg stjórn tekur við völdum í landinu. Mótmælin í Súdan hófust í desember eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn al-Bashir sem hafði stýrt landinu í um þrjá áratugi. Í frétt BBC segir að ímynd hins nýja yfirmanns hersins sé nokkuð betri en ímynd Awad Ibn Auf og hafi Burhan nú þegar átt fundi með leiðtogum mótmælenda. Forsetinn fyrrverandi, Omar al-Bashir, hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs, en súdanski herinn hefur sagt að al-Bashir komi ekki til með að verða framseldur.
Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24
Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25