Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik hjá Álasund.
Úr leik hjá Álasund. vísir/getty
Álasund og Sanderfjord skildu jöfn í norska fótboltanum í dag í sannkölluðum Íslendingaslag.

 

Samtals voru fjórir Íslendingar í eldlínunni en það voru þeir Daníel Geir, Hólmbert Aron og Aron Elís fyrir Álasund á meðan Viðar Jónsson spilaði fyrir Sandefjord.

 

Það var hinsvegar fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og komu bæði mörk leiksins í seinni hálfleiknum. Það fyrra kom á 66. mínútu en þá skoraði Petter Larsen fyrir Álasund. Það var síðan William Kurtovic, sem kom inná fyrir Viðar, sem jafnað metin fyrir Sanderfjord þegar um stundarfjórðungur var eftir og þar við sat. 

Bæði lið þá með sjö stig eftir þrjá leiki í deildinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×