Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Al Arabi fengu skell gegn Al Duhail í úrvalsdeildinni í Katar í dag.
Það hefur ekki verið mikill stöðugleiki hjá Al Arabi en Al Duhail var 1-0 yfir í hálfleik. Þeir voru svo komnir í 3-0 á 73. mínútu.
Heimir og félagar eru í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig en einn leikur er eftir af deildarkeppninni. Al Arabi endar líklega í sjötta sætinu.
Al Duhail er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir toppliði Al Sadd.
Heimir fékk skell
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

