Fótbolti

Sanco hélt Dortmund á lífi í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho fagnar síðari marki sínu.
Sancho fagnar síðari marki sínu. vísir/getty
Dortmund er áfram í baráttunni á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz á heimavelli í kvöld. Dortmund er komið, að tímabundið að minnsta kosti, á toppinn.

Jadon Sancho, magnaði Englendingurinn, kom Dortmund yfir á sautjándu mínútu og sjö mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna.

Svíinn Robin Quaison minnkaði muninn fyrir Mainz sjö mínútum fyrir leikslok og þrátt fyrir pressu undir lokin náði Dortmund að sigla sigrinum í hús.

Dortmund er á toppnum með 66 stig en Bayern er í öðru sætinu með 64 stig. Bayern mætir Fortuna Dusseldorf á morgun og getur því aftur náð toppsætinu.

Mainz er í tólfta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×