Erlent

Mislingafaraldur í Madagaskar hefur kostað yfir 1.200 lífið

Andri Eysteinsson skrifar
WHO hefur lagt kapp á bólusetningar til að bregðast við faraldrinum.
WHO hefur lagt kapp á bólusetningar til að bregðast við faraldrinum. Vísir/EPA
Yfir 1.200 manns eru látnir í stærsta mislingafaraldri sem afríska eyríkið Madagaskar hefur fengið að kynnast. Meira en 115.000 manns eru taldir hafa smitast. AP greinir frá.Talið er að eingöngu 58 prósent íbúa eyjunnar hafi verið bólusettir gegn sjúkdómnum, lágt hlutfall bólusetninga mun vera ein af ástæðum þess hve hratt sjúkdómurinn dreifir sér í landinu. Mikil fátækt ríkir í stórum hluta Madagaskar og eiga foreldrar því jafnan erfitt að koma sér til heilsugæslustöðva til þess að fá börn sín bólusett.„Umfang faraldursins er því miður að verða meira og meira,“ sagði farsóttafræðingurinn Dr. Dossou Vincent Sodjinou sem staddur er í Madagaskar fyrir hönd alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Sodjinou sagði þó að útbreiðsla mislinganna væri hægari en í síðasta mánuði. Hann sagði einnig að sökum þess hve vannærður stór hluti barna eyjarinnar væri, séu þau í mun meiri hættu en ella.Samkvæmt tölfræði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO hafa að mestu börn, undir fimmtán ára aldri, látist sökum mislinga síðan að faraldurinn hófst í Madagaskar í september síðastliðnum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.