Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 11:15 "Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði faðir Assange. Vísir/EPA Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“ Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“
Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00