Enski boltinn

Kompany: Getum ekki tapað aftur

Dagur Lárusson skrifar
Vincent Kompany.
Vincent Kompany. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, segir að liðið geti ekki tapað fleiri leikjum á tímabilinu ef liðið ætlar sér að vinna titilinn.

 

Manchester City tapaði fyrir Tottenham í vikunni í Meistaradeildinni en Kompany lofar að City mun ekki nálgast fleiri leiki eins og þeir nálguðust þann leik.

 

„Ég býst ekki við því að við munum sjá fleiri svona frammistöður á þessari leiktíð. Þetta var síðasta lélega frammistaðan. Núna snýst þetta um það að undirbúa sig eins fyrir alla leiki, slaka á og fara inn í hvern einasta leik eins og spila eins og við gerum alltaf.“

 

„Það er ákveðin klisja að segja það, en hver einasti leikur sem eftir er á tímabilinu er úrslitaleikur í okkar augum. Það þýðir þó ekki að við þurfum að ofhugsa allt. Við munum líta á styrkleika og veikleika andstæðinganna og búa til plan útfrá því. Að lokum munum við svo sjá til þess að á leikdegi mætum við allir saman sem lið með sama hugarfar. Þetta mun vera lykillinn að því að vinna alla þessa leiki.“

 

„Ég tel að stærstu mistökin fyrir heimsóknina okkar á Selhurst Park væri að ofhugsa hlutina, við getum ekki gert það. Ef við spilum eins og Manchester City að þá er óheppni það eina sem getur komið í veg fyrir sigur,“ endaði fyrirliðinn á að segja.

 

Leikur Manchester City og Crystal Palace hófst klukkan 13:05 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×