Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 09:01 Vinnuvélum sem fjarlægja eldsneytishylkin er fjarstýrt frá skrifstofu TEPCO, eiganda kjarnorkuversins. Vísir/EPA Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Starfsmenn Fukushima-kjarnorkuversins í Japan eru byrjaðir að fjarlægja eldsneytisstengur úr einum kjarnaofnanna sem bræddi úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að hreinsunarstarfið taki tvö ár. Þrír kjarnaofnar í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu bræddu úr sér þegar byggingarnar sem hýstu þá skemmdust í vetnissprengingum af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Hátt í hálfri milljón manna var skipað að yfirgefa heimili sín í nágrenni versins. Fjarstýrðar vinnuvélar hífa nú stengurnar úr geymslulaug þar sem þær hafa verið kældar í kjarnaofni númer þrjú. Alls eru stengurnar um fimm hundruð og þeim þarf að koma fyrir í sérstökum hylkjum áður en þeim verður komið fyrir í annarri laug. Brotni hylkin getur geislavirkt gas sloppið út í andrúmsloftið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Erfiðasta verkið í kjarnaofni þrjú verður látið bíða í tvö ár enn. Þá verður hafist handa við að fjarlægja bráðnar eldsneytisstengur í ofninum. Til stendur að byrja að fjarlægja stengur úr kjarnaofnum eitt og tvö árið 2023. Áður höfðu starfsmenn fjarlægt geislavirkar stengur úr ofni númer fjögur. Hann bræddi ekki úr sér þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skemmdum. Rýmingarskipun var aflétt í bæ nálægt verinu í fyrsta skipti frá hamförunum fyrir nokkrum vikum. Um fimmtíu manns fengu þá að snúa aftur til bæjarins Okuma. Enn er þó talin verulega hætta af völdum geislunar á svæðinu og ólíklegt er talið að fyrrum íbúar flytji þangað aftur. Um 18.500 manns fórust eða hurfu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem hann olli.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00 Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00 Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34 Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu. 7. febrúar 2017 07:00
Ákæra fyrrverandi stjórnarmenn í Fukushima Mennirnir eru þeir fyrstu til að vera ákærðir fyrir þátt sinn í slysinu sem olli því að hættuleg geislun dreifðist um stórt svæði í norðausturhluta Japans. 1. mars 2016 07:00
Starfsmaður í Fukushima lést af völdum geislunar Þetta er fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum geislunar vegna skemmda sem urðu í náttúruhamförunum miklu fyrir sjö árum. 5. september 2018 18:34
Byrjaðir að fjarlægja kjarnorkueldsneyti úr verinu Hættusamt þykir að fjarlægja þúsundir eldsneytisstanga úr skemmdum kjarnaofni í Fukushima. 18. nóvember 2013 10:30