Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 14:54 Vaxandi losun frá vegasamgöngum er að miklu leyti vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Hanna Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira