Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 14:54 Vaxandi losun frá vegasamgöngum er að miklu leyti vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Hanna Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira