Sjö verslanir hætt rekstri frá áramótum og aðrar fjórar loka um mánaðamótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. apríl 2019 19:30 Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár. Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár.
Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira