Erlent

Fyrstu viðbrögð Macron við brunanum í Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands
Emmanuel Macron, forseti Frakklands

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hefur birt sín fyrstu viðbrögð við brunanum í Notre Dame dómkirkjunni, einu þekktasta kennileiti Parísarborgar.

Macron brást við tíðindunum með því að fresta fyrirhugaðri stefnuræðu sinni varðandi málefni Gulu vestanna. France24 hefur sagt að ræðan fyrirhugaða yrði líklega mikilvægasta ræðan á stjórnmálaferli hans. Senda átti út frá ræðunni klukkan átta á frönskum tíma. Macron var staddur í upptökum fyrir ræðuna þegar fréttirnar bárust. Ákvað forsetinn þá að aflýsa ræðunni og halda beint að Notre Dame.

Macron sagði á Twitter síðu sinni. „Notre Dame kirkjan í París brennur. Öll þjóðin syrgir. Hugur minn er hjá öllum Frökkum og öllum Kaþólikkum. Líkt og allir landsmenn er ég sorgmæddur yfir því að hluti okkar brennur.
 


Tengdar fréttir

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.