Ógæfumenn brutust inn og sukkuðu í sumarhúsi í þrjá daga: „Þetta er rosalega óþægilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 13:00 Sumarhúsið sem um ræðir. Mynd/Jón Víðir Hauksson Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“ Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Hjónin Brynhildur Barðardóttir og Jón Víðir Hauksson lentu í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. Pólskir ógæfumenn brutust inn í sumarhús þeirra á Ströndum og höfðust þar við í þrjá daga áður en upp komst um veru þeirra þar. Segja má að dvöl Pólverjanna hafi uppgötvast fyrir tilviljun en svo vildi til að kunningi þeirra Brynhildar og Jóns Víðis átti leið framhjá sumarhúsinu og varð var við mannaferðir í sumarhúsinu. „Það var bóndi í sveitinni, fyrrverandi lögreglumaður, hann og sonur hans og einhver einn til voru á leið þarna framhjá og sáu hreyfingu við húsið. Samt var hliðið lokað með lás. Hann hringir í mig og spyr hvort að það sé einhver á okkar vegum í húsinu en svo var nú ekki,“ segir Jón Víðir í samtali við Vísi. Héldu þeir því að sumarhúsinu þar sem kom í ljós að mennirnir tveir höfðu gert sig heimakomna. Lögreglumaðurinn fyrrverandi „handtók“ mennina tvo áður en lögregla var kölluð til. Gestirnir óvelkomnu voru handteknir, þar sem kom í ljós að annar þeirra var á skilorði vegna fyrri brota.Gestunum til varnar reyndu þeir að safna saman í uppvaskið þó ekki hafi þeim auðnast að vaska upp eftir sig.Mynd/Jón Víðir HaukssonÓskemmtileg lykt og eiturlyfjaneysla Heimamenn höfðu tekið eftir ferðum Pólverjana dagana áður og segir Jón Víðir að miðað við það hafi þeir dvalið í sumarhúsinu í þrjá sólahringa. Spenntu þeir upp glugga til að komast inn í húsið auk þess sem þeir brutust inn í annað sumarhús skammt frá húsi Brynhildar og Jóns Víðis. Þar sem ekkert rafmagn er í sumarhúsi þeirra lögðu þeir kapal á milli húsanna til þess að komast í rafmagn. Jón Víðir hélt svo í bústaðinn á sunnudaginn til þess að kanna ástand hands eftir veru Pólverjanna. Fyrir utan gluggann sem var spenntur upp segir Jón Víðir að lítið sem ekkert hafi verið skemmt, en aðkoman var engu að síður ekki skemmtileg. „Já, frekar. Það var ógeðsleg lykt í húsinu og þeir búnir að liggja í rúmum og svona,“ segir Jón Víðir. „Svo var búið að stela öllu áfengi sem var þarna, þeir voru að reykja hass þarna og bara mikill sóðaskapur.“Sumarhúsaeigendur hugi að öryggi Við tók hreinsunarstarf en Jón Víðir segir að hann hafi hreinsað allt út úr húsinu, þrifið það hátt og lágt og meðal annars skipt um rúm sem hvort sem er stóð til að gera. Þrátt fyrir að tjónið sé ef til vill ekki mikið, fjárhagslega, segir Jón Víðir það óþægilega tilhugsun að vita að einhver hafi hreiðrað um sig í athvarfi fjölskyldunnar.„Þetta er rosalega óþægilegt. Þetta er svo mikil innrás inn í sitt „privacy“,“ segir Jón Víðir. Hvetur hann sumarhúsaeigendur til þess að huga að því að svona geti gerst og til þess að gera ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti hreiðrað um sig í sumarhúsum. Sjálfur stefnir hann á að koma upp öryggiskerfi.„Það er ljósleiðari að koma inn dalinn þannig að ég hugsa að við tökum ljósleiðara að húsunum og setjum upp kerfi,“ segir Jón Víðir og bætir við að lögregla hafi sagt honum að slíkur búnaður með myndavélum hafi fælingarmátt.Þá segir hann að einfaldar gluggakrækjur geti haft svipuð áhrif.„Síðan bara að ganga frá öllum gluggum, sérstaklega að vera með gluggakrækjur. Það hindar þá eitthvað, að það sé erfiðara að spenna þá upp.“
Lögreglumál Strandabyggð Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira