Barþjónar til í nýjan bjórsjálfsala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 20:00 Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við. Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við.
Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira