Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/vilhelm Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira