Ákærður fyrir að smygla fólki frá Venesúela til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 12:29 Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Fréttablaðið/GVA Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Palestínskur karlmaður, búsettur í Svíþjóð, hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum hingað til lands í byrjun þessa árs og í fyrra. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í mars síðastliðnum og hefur neitað aðild sinni að því sem hann er ákærður fyrir.Sjá einnig: Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-HrauniRÚV greindi fyrst frá málinu í morgun og hefur upp úr ákærunni að ferðalag venesúelsku ríkisborgaranna hafi verið flókið. Maðurinn sé sagður hafa bókað ferð fólksins og fylgt þeim á leiðinni hingað til lands. Fréttastofa hefur óskað eftir ákærunni. Landsréttur staðfesti á föstudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá 10. apríl, þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 17. apríl. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögregla hafi rökstuddan grun um að maðurinn hafi í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, þann 27. febrúar 2018, 2. janúar 2019 og mánuði síðar, 2. febrúar, aðstoðað venesúelska ríkisborgara við að koma ólöglega til Íslands. Þá kemur einnig fram í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að mikið beri í milli í framburði mannsins og fólksins sem hann er sagður hafi smyglað til landsins. Einnig segir í úrskurðinum að lögregla telji sig hafa rökstuddan grun um að systkini, sem voru í hóp fólksins sem maðurinn á að hafa smyglað hingað til lands, kunni að vera fórnarlömb mansals. Þau kunni af þeim sökum að vera í afar viðkvæmri stöðu. Maðurinn er þó ekki ákærður fyrir mansal, líkt og hann var um tíma grunaður um, en RÚV hefur eftir Öldu Hrönn Jóhannsdóttur aðstoðarsaksóknara að erfitt hafi reynst að sanna slíkt. Ekki náðist í Öldu Hrönn við vinnslu þessarar fréttar. Eins og áður segir hefur maðurinn neitað allri aðild að málinu. Hann telur sig hafa setið saklausan í fangelsi síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars. Þá var jafnframt greint frá því að hann hefði verið í hungurverkfalli í að minnsta kosti viku. Ekki náðist í Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmann mannsins við vinnslu fréttarinnar.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11 Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna skipulagðs smygls á fólki Karlmaður sem lögregla telur hafa, í að minnsta kosti þremur aðskildum tilvikum, aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi. 16. mars 2019 12:11
Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. 20. mars 2019 14:56