Meðvituð um hungurverkfall mannsins á Litla-Hrauni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:56 Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl Vísir/vilhelm Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld eru meðvituð um mál palestínsks manns sem hefur verið í hungurverkfalli í fangelsi síðastliðna sjö daga. Maðurinn situr inni á Litla-Hrauni en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. apríl næstkomandi vegna gruns um að hafa smyglað fólki ólöglega til landsins. Vísir greindi frá stöðu mannsins í gær en hún er enn óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni hans, Halldóru Aðalsteinsdóttur, er maðurinn þreyttur og uppgefinn á ástandinu en hann hefur ekki neytt annars en vatns í viku. Halldóra segist hafa vakið athygli á málinu við starfsmenn fangelsisins í gær og hafi þeir ætlað að ræða við manninn og taka stöðuna á honum. Maðurinn hyggst þó halda hungurverkfallinu áfram en hann telur sig saklausan í fangelsi. Að sögn Halldóru er rannsókn málsins á lokametrunum og á ákæra yfir manninum að vera annað hvort komin út eða rétt ókomin. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði málið enn í rannsókn þegar Vísir náði tali af honum í dag en gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar.Fréttablaðið/Anton BrinkPáll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta rætt einstök mál en staðfestir í samtali við Vísi að fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um hungurverkfall mannsins. „Almennt er það þannig að við upplýsum heilbrigðisstarfsfólk um svona stöðu og heilbrigðisstarfsfólk fylgist með reglubundnum hætti með fólki sem er veikt eða er í slæmu ástandi. Það tryggjum við í tilvikum sem þessu.“Hefur svona tilvik komið upp áður?„Já, svona tilvik hafa komið upp í gegnum tíðina og þá er brugðist við. Okkar markmið er auðvitað að öllum líði eins vel hjá okkur og mögulegt er og við hlúum að öllum okkar skjólstæðingum eins vel og við getum.“ Maðurinn er, eins og áður sagði, talinn hafa aðstoðað erlenda einstaklinga með skipulögðum hætti að komast hingað til lands á ólöglegan máta. Atvikin sem um ræðir eru þrjú, það fyrsta þann 27. febrúar 2018, svo 2. janúar 2019 og hið síðasta mánuði síðar, 2. febrúar. Maðurinn heldur fram sakleysi sínu og sver af sér afbrot í tengslum við komu einstaklinganna, sem hann segir tengjast unnustu hans fjölskylduböndum, til landsins.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Hefur verið í hungurverkfalli í sex daga og segist sitja saklaus í fangelsi Palestínskur karlmaður sem grunaður er um að hafa aðstoðað erlenda einstaklinga við að koma hingað til lands með ólögmætum hætti var ákærður fyrr í mánuðinum. 19. mars 2019 19:55