Benzema með þrennu gegn Böskunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema kemur Real Madrid í 1-0.
Benzema kemur Real Madrid í 1-0. vísir/getty
Karim Benzema skoraði öll mörk Real Madrid í 3-0 sigri á Athletic Bilbao á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Benzema hefur skorað síðustu átta mörk Real Madrid í deildinni og er alls kominn með 21 deildarmark á tímabilinu. Aðeins Lionel Messi (33) hefur skorað fleiri mörk en Benzema.

Staðan í hálfleik var markalaus en á 47. mínútu skallaði Benzema fyrirgjöf Marco Asensio í netið og kom heimamönnum yfir.

Benzema skoraði sitt annað skallamark á 76. mínútu eftir hornspyrnu frá Luka Modric.

Þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Benzema sitt þriðja mark með skoti yfir markvörð Athletic Bilbao, Iago Herrerín, sem hafði brugðið sér í skógarferð.

Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar með 64 stig, fjórum stigum á eftir Atlético Madrid sem er í 2. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira