Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 10:36 Igor Thiago skellti í 13 stiga frammistöðu gegn Burnley. Getty/Mike Hewitt Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þurfa líkt og leikmenn að glíma við aukið leikjaálag í desember. Næsta umferð hefst strax á morgun. Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, er kominn með sitt lið á mikið flug eftir vel heppnað fríspil um helgina. Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Albert og Sindri Kamban skelltu sér í stúdíó eftir að þrettándu umferð lauk í gær og fóru yfir allt sem tengist fantasy-leiknum nú þegar svo stutt er í næstu umferð. Afraksturinn má heyra hér að neðan. Lokað verður fyrir breytingar klukkan 18 á morgun. Albert fór afar vel út úr umferð helgarinnar og fékk 73 stig eða meira en helmingi meira en meðaltal umferðarinnar. Hann valdi þrjá leikmenn Aston Villa, þrjá leikmenn Brentford, þrjá úr Manchester City og svo Mohamed Salah og Bruno Fernandes. Spursarinn Kevin Danso datt svo inn þegar Salah kom ekkert við sögu í sigrinum gegn West Ham. „Góðu fréttirnar eru þær að enginn í liðinu mínu í þessari viku fékk minna en þrjú stig, sem ég held að sé nú oftast jákvætt,“ sagði Albert. Fékk aukastig seint og um síðir „Hjá Brentford tók ég Collins í vörnina en þeir héldu ekki hreinu, fengu á sig klúðurslegt víti. En hann fékk defcon [e. defensive contribution, varnarframlag] og samtals fjögur stig. Schade blankaði [engin stig fyrir mark eða stoðsendingu] algjörlega. Þetta var bara skelfilegur leikur hjá honum. Gerði ekki neitt. En Thiago skilaði 13 stigum. Hjá City skilaði O‘Reilly fjórum eftir að hafa náð í stoðsendingu. Foden með fimmtán þægileg stig. Hann var vinsæll fyrir þessa umferð. Svo var Haaland kapteinn en ég fagnaði því eiginlega að hann skyldi blanka,“ sagði Albert en nokkuð var um að Erling Haaland væri valinn sem þrefaldur fyrirliði í þessari umferð. „Salah bara kom ekki inná svo ég fékk Danso inn af bekknum. Það leit út fyrir að verða eitt stig þangað til eftir umferðina þegar þeir endurreiknuðu framlagið hans og hann fékk tvö aukastig,“ sagði Albert. „Þannig að þú fékkst jólabónusinn snemma í ár,“ skaut Sindri inn í. „Já, það má segja það. Þessi umferð henti mér úr 475.000 í heiminum upp í 113.000. Á tveimur vikum er ég kominn úr 975.000 í 113.000. Skjótt skipast veður í lofti, rétt fyrir jól, svo ég er bara í góðum gír,“ sagði Albert en þáttinn má heyra hér að ofan. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira