Arsenal örugglega í undanúrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lacazette var hetjan í kvöld
Lacazette var hetjan í kvöld vísir/getty

Arsenal tryggði sæti sitt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með eins marks sigri á Napólí á Ítalíu í kvöld.

Arsenal fór inn í leikinn með tveggja marka forskot og var því í vænlegri stöðu. Staða þeirra batnaði svo til muna þegar Alexandre Lacazette skoraði beint úr aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi á 36. mínútu leiksins.

Þar með varð brekkan orðin mjög brött fyrir Napólí sem þurfti að skora fjögur mörk, jafntefli hefði sent Arsenal áfram á útivallarmörkum.

Napólí náði ekki að koma marki í leikinn, í raun þurfti Petr Cech lítið að gera í marki Arsenal, og að lokum fóru Skytturnar örugglega í undanúrslitin.

Valencia vann Villareal 2-0 og einvígið samtals 5-1 og fylgir Arsenal í undanúrslitin sem og Eintracht Frankfurt sem fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-0 sigur á Benfica, einvígið endaði 4-4.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.