Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 19:15 Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Ekki hefur verið hægt að nota öll pláss á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut vegna undirmönnunar. Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemi deildarinnar. „Það eru helst hjartaskurðaðgerðir sem við höfum þurft að fresta. Á þessu ári höfum við þurft að fresta um helmingi aðgerða og um sjötíu prósent þeirra undanfarnar vikur,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans á Hringbraut. Slíkar frestanir reyni andlega og líkamlega á sjúklinginn. Þá skapar ástandið vanda á öðrum deildum spítalans þar sem veikasta fólkið þarf að bíða. Árni segir að ástandið hafi líka mikil áhrif á starfsfólkið. „Eins og ástandið er núna þá eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknarnir á deildinni undir miklu álagi og eru útsett fyrir kulnun í starfi. Við erum mikið að vinna aukalega og í miklu álagi,“ segir hann. Sjö af níu plássum eru í notkun á deildinni vegna manneklunnar. Árni segir að ef vel ætti að vera þyrfti hann fimm stöðugildi í viðbót en tólf ef fylla ætti öll pláss á deildinni. Mikilvægt sé að gera starf hjúkranarfræðinga eftirsóknaverðara eins og með hærri launum og styttri vinnutíma. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Ekki hefur verið hægt að nota öll pláss á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut vegna undirmönnunar. Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemi deildarinnar. „Það eru helst hjartaskurðaðgerðir sem við höfum þurft að fresta. Á þessu ári höfum við þurft að fresta um helmingi aðgerða og um sjötíu prósent þeirra undanfarnar vikur,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans á Hringbraut. Slíkar frestanir reyni andlega og líkamlega á sjúklinginn. Þá skapar ástandið vanda á öðrum deildum spítalans þar sem veikasta fólkið þarf að bíða. Árni segir að ástandið hafi líka mikil áhrif á starfsfólkið. „Eins og ástandið er núna þá eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknarnir á deildinni undir miklu álagi og eru útsett fyrir kulnun í starfi. Við erum mikið að vinna aukalega og í miklu álagi,“ segir hann. Sjö af níu plássum eru í notkun á deildinni vegna manneklunnar. Árni segir að ef vel ætti að vera þyrfti hann fimm stöðugildi í viðbót en tólf ef fylla ætti öll pláss á deildinni. Mikilvægt sé að gera starf hjúkranarfræðinga eftirsóknaverðara eins og með hærri launum og styttri vinnutíma.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira