Fótbolti

Vonin lifir enn hjá Dijon eftir dramatískan sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex og félagar hafa verið duglegir að safna stigum að undanförnu.
Rúnar Alex og félagar hafa verið duglegir að safna stigum að undanförnu. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon sem vann mikilvægan sigur á Rennes, 3-2, í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dijon er núna fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðin fyrir ofan eiga leik til góða á Dijon.

Í síðustu þremur leikjum hefur Dijon náð í sjö stig af níu mögulegum. Rúnar Alex var í markinu í öllum þessum leikjum.

Wesley Said skoraði sigurmark Dijon í leiknum í kvöld þegar sjö mínútur voru eftir Þetta var í þriðja sinn sem Dijon komst yfir í leiknum en í fyrri tvö skiptin jafnaði Rennes.

Í síðustu fimm umferðunum mætir Dijon Caen (úti), Nantes (úti), Strasbourg (heima), Paris Saint-Germain (úti) og Toulouse (heima).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.